Kvikmyndahornið

Annars horfði ég í gær á Midsommer, frekar dapur tilraun frænda okkar í Danaveldi til að fylgja táninga-horror-formúlunni, og svo Svíi sem stal senunni í þokkabót... En dönsk mynd engu að síður, það eitt skorar prik ;)
Annars horfði ég í gær á Midsommer, frekar dapur tilraun frænda okkar í Danaveldi til að fylgja táninga-horror-formúlunni, og svo Svíi sem stal senunni í þokkabót... En dönsk mynd engu að síður, það eitt skorar prik ;)
Prýðileg helgi sú síðasta, rólegt föstudagskvöld enda stutt liðið frá miðviku-djammi. Í staðinn gat ég líka staðið í þrifum og mætt á fína (þó fámenna) laugardagsæfingu. Laugardagskvöldið aftur á móti var öllu fjörugra. Mér var boðið í mat til Davíðs og Ýrar í nýju (virkilega) fínu íbúðinni og Ölstofan tók svo ansi vel við í kjölfarið. Ekki seinna vænna að fara þá að horfa til næstu helgar, stefnir í fína hluti þá... Enda síðasta helgin fyrir Køben-Middelfart(-Hamburg?)-leiðangurinn mikla.
Þrátt fyrir
margar (tvær) áskoranir um endurvakningu '98 lúkksins, þá fór ég í dag í klippingu... Ekki í frásögur færandi nema fyrir það að í ljós kom að gaurinn sem klippti þekkti mig, og ég þekkti hann... nema ég áttaði mig á því eftir korters-samtal að þetta var annar en ég hélt. Reyndar ekki séð hann í yfir áratug þ.a. þetta er vel neðarlega á listanum hjá mér yfir feila af þessu tagi, sem lengist sífellt.
Tala við persónu sem ég tel mig þekkja, en þekki ekki. Tala við persónu sem ég tel mig ekki þekkja, en þekki. Tala við persónu sem ég þekki, en held að sé önnur, man ekki nafnið, eða veit ekkert hvaðan ég þekki... Ef það er hægt, þá hef ég prófað það... oftar en ekki um helgar (tilviljun?)...
Þ.a. Helgi, ef þú rekst á þetta einhverntíman, þá sorry, smá glitch, en ég kveikti um síðir. Held ég... ;)
Í öðrum fréttum, prýðilegt miðvikudags-djamm með Hilmari, þrælöflugt skvass með Gísla í dag (ekki nema 6-3 tap ;) og vel heppnuð tilraunastarfsemi í kvöld með nýju græjunni...
Fyrst ég er nú aftur búinn að koma mér fyrir á netinu datt mér í hug að kanna hvort ég gæti ekki grafið upp eitthvað af gömlu síðunum mínum sem ég hef verið með í gegnum tíðina...
![]() 1996 |
![]() 1997 |
![]() 1998 |
Um að gera að kíkja á www.aikido.is, getið líka smellt á myndina af Pálma og Bigga hér að ofan til að sjá video af þeim í action... Mæli hiklaust með þessu fyrir alla, fín hreyfing og gríðargaman...
Festin hófst hjá Sigrúnu systur þar sem kjöt var grillað, rauðvín drukkið og Eurovision-tónlistar notið... Gunnar frændi sýndi jafnframt hversu efnilegur hann er þegar hann mætti í sitt fyrsta djamm og tók virkan þátt í allri gleðinni.
Á Nasa var síðan haldið þar sem mætti mér þessi líka gríðarlega biðröð, en Davíð sýndi snilldar (leik)takta og kom mér inn í skyndi. Þar inni blasti við Eurovision-gleði eins og hún gerist best og mættu á sviðið Stebbi og Eyvi, Sigga og Grétar, Selma, Birgitta og auðvitað Páll Óskar (og honum til aðstoðar enginn annar en Davíð Olgeirs sem sýndi öflugan dans við góðar undirtektir ;) Djamminu lauk síðan með langri langri vist í langri langri leigubílabiðröð...
Verst hvað gríðarleg gleði gærdagsins var borguð dýru verði í dag. En ég vil meina að skortur á Borgargrills-burger á heimleiðinni sé að lang-mestu leyti um að kenna...
Reyndir veltir maður því stundum fyrir sér hvort nokkuð gerist nokkurn tímann öðruvísi en gegnum 'klíkuskap'. Kevin Bacon teorían kemur upp í hugann (kannski betur þekkt sem six degrees of seperation), þ.e. sú hugmynd að hægt sé að tengja þig við hvaða manneskju sem er í heiminum gegnum mest 6 kunningja. Virðist líka gilda um heimasíður, héðan ættirðu að komast á hvaða síðu sem er á 19 músarklikkum...
Trivia dagsins, Lars Ulrich fæddist í Gentofte, þar bjó ég einu sinni, í (mjög) stuttan tíma...
Dauði yfir DivX var markmiðið, en það ber að athuga að DivX sem þá var, er annað en það ágæta DivX sem í dag er. Á þessum tíma fengu einhverjir snillingar þá hugmynd að spara fólki sem leigði mynd það vesen að þurfa að skila spólunni (disknum). Fyrirbærið var kallað Digital Video Express eða DivX, og þrátt fyrir nafnið, þá á þetta ekkert skylt við Mpeg-4 varíantinn DivX sem er mikið notaður til að kóða vídeó í dag.
Hugmyndin var að þú kaupir diskinn og færð að horfa að vild í tvo daga, en eftir það rukkarinn spilarinn þinn (tengdur við símann) þig um ~300 kall í hvert sinn. Fyrir ~2.000 kr. færðu reyndar að horfa ótakmarkað á myndina, en bara í þínum eigin spilara, þýðir lítið að lána diskinn. Til viðbótar voru spilararnir líka töluvert dýrari en DVD spilarar.
Þetta átti semsagt að vera nokkurs konar alternativ við DVD, og eins og gefur að skilja var þessu misvel tekið. Var óttast að annað VHS vs. Beta stríð væri í uppsiglingu sem myndi all-gríðarlega hægja á stökkinu yfir í digital video.
En í gær komst ég svo að því að ég og mínir bræður í herferðinni gegn Digital Video Express höfðum glæstan sigur fyrir heilum fimm árum og er DivX nú ei meir!
Verst að ég var alveg búinn að gleyma baráttunni...
Froskurinn fær þakkir fyrir hóstun á myndinni að ofan... Yahoo var ekki að standa sig...
Lýsi hérmeð eftir plássi, eða öðrum leiðum, til að geyma myndir og annað góðgæti sem mig myndi langa til að birta, fyrst Blogger (og þ.a.l. Google) vilja ekki geyma þetta fyrir mig. Annars spurning um að finna eitthvað online photoalbúm til að byrja með... Myndir auðvelda tjáningu ;)
Viðbót:
Aðeins til að útskýra þessa tilvísun í Google hjá mér, að þá hafa þeir í huga að bjóða upp á fría E-mail þjónustu þar sem hver notandi hefur 1 GB til umráða... Og þar sem Google er eigandi Blogger, þá fyndist mér nú í lagi ef ég fengi að geyma nokkrar myndir hjá þeim... En allt í góðu, mér sýnist vinir þeirra hjá Yahoo ætla að hjálpa mér í staðinn ;)
Og þá hefst tjáningin, þó ég geti með nokkurri vissu fullyrt að þær pælingar og opinberanir sem hér birtast verði af síðra og hóflegra tagi en hjá mörgum öðrum fyrirmyndar bloggurum (lesist: Kjánanum).
Pæling dagsins, að hluta inspíruð af stofnun þessa blogs og að hluta vegna kynna minna af hertum öryggisreglum í vinnunni í dag...
Hvað gerir maður þegar maður þarf að halda utan um 117 mismunandi notendanöfn, lykilorð og öryggiskóða? Tala nú ekki um þegar þarf að breyta þeim á x viku fresti þ.a. gamla góða lykilorðið sem hefur verið í notkun í 7 ár fær að falla í gleymsku (og þó, það kemur mér inn á bloggið, og giska nú... ;)). Fyrir mitt leyti, þá er ég að spá í að játa mig sigraðan, og fá mér USB lyklakippu og e-ð álíka og KeePass sem kryptar svona lagað fyrir mann (með AES eða Twofish, fyrir áhugasama ;))
Útlit næstu daga, flugmiðakaup til Køben ásamt tilsvarandi Rock-under-broen miðakaupum ef um semst, grill+djamm hjá SBS á lørdag... Galopið föstudagskvöld...