föstudagur, júlí 30, 2004

Mjúkvara

Alltaf gott að vita að maður getur treyst heimabankanum og tilheyrandi ASP kóða og SQL fyrirspurnum fyrir peningunum sínum. Heimabankinn hjá KB tók svona á móti mér í dag þegar ég ætlaði að millifæra nokkra tíuþúsundkalla. Ekki það að ég hafi heimild til að kvarta mikið, lengi vel átti ég eitthvað af kóða þarna inni og auk þess hef ég nú oftar en einu sinni eftir mína tíð þarna gerst sekur um að hafa látið frá mér hálfkláraðan kóða.
Reyndar þykir mér heimabankinn hjá BI og nú hjá KB hafa staðið sig merkilega vel í gegnum tíðina, þó mér þyki nýja layoutið gera full miklar kröfur til upplausnar. En engu að síður fannst mér, og finnst enn, ótrúlegt hvað tekst að halda þessu keyrandi.
Mínir menn hjá BI/KB fá líka hrós fyrir að sjá til þess að ég virðist óhikað getað notað Firefox (sem fæst einfaldlega með því að fylgja stöðlum í staðinn fyrir að eltast við Microsoft viðbætur). Eitthvað sem menn voru ekki alltaf tilbúnir til að eyða miklum tíma í, enda Internet Explorer verið nánast einráður, með 95% markaðshlutdeild undanfarin ár.
Ég mæli btw. eindregið með Firefox í stað Internet Explorer, bæði öruggari (ekki innlimaður í stýrikerfið eins og IE) og með haug af nýjum fítusum og open source viðbætum (setti t.a.m. upp hjá mér Mouse Gestures, RSS reader og Adblock).

Viðbót:
Get FirefoxGet ekki annað en hneykslast smá á Microsoft fyrir að hunsa það að Firefox eigi að vera minn default browser og skella upp IE þegar ég smelli á inboxið í MSN... Skamm...
Soldið magnað að MS skuli þrjóskast við og bjóða ekki upp á stýrikerfi sem er ekkert nema það, stýrikerfi. Án allra forrita fyrir net, texta, mynd, hljóð (o.s.frv.) sem gera samkeppnisstöðu þeirra sem útbúa svipuð tól erfiða. Hringir Netscape einhverjum bjöllum? Spurning hvort reikningur Evrópusambandsins upp á 46 milljarða ISK fyrir að láta Media Playerinn fylgja með Windows komi til með að hafa nokkuð að segja... (Mæli btw með Winamp og VLC í staðinn.) IE var reyndar fínn á sínum tíma (þeas. frá og með v5) og ég notaði mikið... En nú, þegar mig langar til að skipta yfir í annan, þá finnst mér að það eigi ekki að vera vandamál...

föstudagur, júlí 23, 2004

Tunglið tunglið...

Í dag eru 35 ár og 2 dagar síðan Armstrong og Aldrin fóru í göngutúr á tunglinu (eða hvað? ;)
Í tilefni af því hefur NASA birt myndir sem ekki hafa áður sést (ásamt gömlum góðum), í þrælfínni upplausn, sem virkilega gaman er að skoða...
Getið smellt á þessar tvær að ofan til að fá þær í hærri upplausn. Merkilegt að sjá hvað LM-inn lítur út eins og hann hangi saman á límbandi einu saman... úff...

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Google og ég

Ú einhver að fletta mér upp á Google... Hver skyldi það nú vera??
Referrers til ýmissa hluta gagnlegir ;)

Ekki var það ég þetta skiptið, þó ég hafi nú tékkað á þessu sjálfur áður. Forvitnilegt oft að sjá hvað Google veit um mann...

Nýtt símanúmer!

Nýtt númer, enn og aftur (þó það síðasta hafi nú enst óvenju lengi):

    664-9254

Forwarda símtölum í gamla númerið í það nýja (í einhvern tíma) en held reyndar að SMS skili sér ekki...

Að öðru leyti fátt í fréttum, sæmilegt föstudagsdjamm, grillaði með gaurum úr verkfræðinni og mætti í vín'smökkun' hjá Hilmari og Dísu. Bærinn tiltölulega daufur, hitti þó Björn Jörund, gaf honum tyggjó. ;)
Annars spurning um að fara að fá eitthvað fólk í heimsókn, jafnvel næstu helgi... Kominn tími á að hitta ýmsa, og mikið að gera næstu vikur og helgar, fleiri sjóferðir að detta inn... ví...


Fannst í tilefni dagsins tilvalið að rifja upp góðar stundir úr Trigger Happy TV og skella upp mynd af honum Dom Joly sem margir eflaust kannast við.

föstudagur, júlí 16, 2004

Sjóriða

Rétt að sýna smá frá túrnum, kolmunninn lét ekki á sér standa, fín veiði og ekki nema fjórir svefnlausir dagar og nætur.

Annars var agaleg blíða, verst ég þurfti að húka niðri í vélarrúmi allan tímann...;)
Kom heim seint á laugardegi, og auðvitað var allur sjómannspakkinn tekinn og haldið beint á barinn... Mjög fínt, spes, kvöld...

Er svo loks farinn að líta í bók sem hefur staðið til að kíkja í lengi, orðinn vel þyrstur í eitthvað svona... Stefnir jafnvel í að ég taki kúrs líka í haust, svona til að halda cellunum gangandi...

Linkur dagsins er Crypto-gramið, fínasta fréttabréf um cryptun og örryggismál sem ég kíki af og til á... Fín grein núna um Coke og NSA (og hér líka). Tenging sem maður var ekki alveg að sjá... Coke er með leik í gangi þarna úti þar sem nokkrar kókdósir eru með innbyggðan síma og GPS tæki, og einhver grey hjá NSA eru í því núna að yfirfara allt kók sem kemur inn í bygginguna... Spurning hvort Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna ætti ekki að spara kraftana í eitthvað gáfulegra og versla bara Pepsi? Samt mjög flott hjá Coke, þú kveikir á GPS-inu í dósinni, og þeir mæta með vinninginn til þín... Annars bíð ég helst spenntur eftir því að fá GPS-inn í símann hjá mér, ýmislegt sem ég get gert mér til gamans þá... :)

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Á sjó...

Þá er komið að því (eftir eins dags seinkun). Í fyrramálið verður stefnan tekin austur að sækja eitthvað af kolmunna í þjóðarbúið... Sjáumst eftir viku ;)

sunnudagur, júlí 04, 2004

Jamm jamm jamm

Búið að opna Egilshöllina, þúsundir fyrir framan skv. mbl. Þetta verður eitthvað skrautlegt. Heljarinnar upphitun búin að vera í gangi hjá mér í dag, fyrir mig og nágrannana...

Búin að vera fín helgi annars, gríðargott djamm á föstudaginn. Pylsupartý hjá Kristni og Karólínu fyrir vinnuliðið og Hilmar mætti líka (enda frír bjór ;) Endaði á því að okkur var fleygt út af Ölstofunni snemma morguns, þurfti víst að loka... Ákvað síðan í kjölfar slaks laugardags að anda rólega um kvöldið, vera sprækur fyrir konsert í kvöld og væntanlega sjóferð eftir helgi. Var að panta miða austur seinni partinn á morgun og framundan er tæplega viku sjóferð með Jóni Kjartanssyni... ;)