föstudagur, júlí 16, 2004

Sjóriða

Rétt að sýna smá frá túrnum, kolmunninn lét ekki á sér standa, fín veiði og ekki nema fjórir svefnlausir dagar og nætur.

Annars var agaleg blíða, verst ég þurfti að húka niðri í vélarrúmi allan tímann...;)
Kom heim seint á laugardegi, og auðvitað var allur sjómannspakkinn tekinn og haldið beint á barinn... Mjög fínt, spes, kvöld...

Er svo loks farinn að líta í bók sem hefur staðið til að kíkja í lengi, orðinn vel þyrstur í eitthvað svona... Stefnir jafnvel í að ég taki kúrs líka í haust, svona til að halda cellunum gangandi...

Linkur dagsins er Crypto-gramið, fínasta fréttabréf um cryptun og örryggismál sem ég kíki af og til á... Fín grein núna um Coke og NSA (og hér líka). Tenging sem maður var ekki alveg að sjá... Coke er með leik í gangi þarna úti þar sem nokkrar kókdósir eru með innbyggðan síma og GPS tæki, og einhver grey hjá NSA eru í því núna að yfirfara allt kók sem kemur inn í bygginguna... Spurning hvort Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna ætti ekki að spara kraftana í eitthvað gáfulegra og versla bara Pepsi? Samt mjög flott hjá Coke, þú kveikir á GPS-inu í dósinni, og þeir mæta með vinninginn til þín... Annars bíð ég helst spenntur eftir því að fá GPS-inn í símann hjá mér, ýmislegt sem ég get gert mér til gamans þá... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home