föstudagur, maí 28, 2004

Kvikmyndahornið

Var að koma úr bíó, Hilmar boðsmiðasníkir var með tvo á The Butterfly Effect. Þrælfín mynd og Kutcher fínn, þó ekki sé annað hægt en að sjá Kelso bregða fyrir af og til... Mæli óhikað með henni, fín saga og fínn endir. Labbaði meira en sáttur út úr bíóinu sem hefur ekki gerst lengi...

Annars horfði ég í gær á Midsommer, frekar dapur tilraun frænda okkar í Danaveldi til að fylgja táninga-horror-formúlunni, og svo Svíi sem stal senunni í þokkabót... En dönsk mynd engu að síður, það eitt skorar prik ;)
 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home