sunnudagur, maí 16, 2004

Kvöld hinna löngu biðraða

Hið fínasta djamm í gær, vel óhefðbundið en þó með hóflegum skammti af skandölum...

Festin hófst hjá Sigrúnu systur þar sem kjöt var grillað, rauðvín drukkið og Eurovision-tónlistar notið... Gunnar frændi sýndi jafnframt hversu efnilegur hann er þegar hann mætti í sitt fyrsta djamm og tók virkan þátt í allri gleðinni.

Á Nasa var síðan haldið þar sem mætti mér þessi líka gríðarlega biðröð, en Davíð sýndi snilldar (leik)takta og kom mér inn í skyndi. Þar inni blasti við Eurovision-gleði eins og hún gerist best og mættu á sviðið Stebbi og Eyvi, Sigga og Grétar, Selma, Birgitta og auðvitað Páll Óskar (og honum til aðstoðar enginn annar en Davíð Olgeirs sem sýndi öflugan dans við góðar undirtektir ;) Djamminu lauk síðan með langri langri vist í langri langri leigubílabiðröð...

Verst hvað gríðarleg gleði gærdagsins var borguð dýru verði í dag. En ég vil meina að skortur á Borgargrills-burger á heimleiðinni sé að lang-mestu leyti um að kenna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home