fimmtudagur, maí 13, 2004

Halló heimur

Og þá hefst tjáningin, þó ég geti með nokkurri vissu fullyrt að þær pælingar og opinberanir sem hér birtast verði af síðra og hóflegra tagi en hjá mörgum öðrum fyrirmyndar bloggurum (lesist: Kjánanum).

Pæling dagsins, að hluta inspíruð af stofnun þessa blogs og að hluta vegna kynna minna af hertum öryggisreglum í vinnunni í dag...
Hvað gerir maður þegar maður þarf að halda utan um 117 mismunandi notendanöfn, lykilorð og öryggiskóða? Tala nú ekki um þegar þarf að breyta þeim á x viku fresti þ.a. gamla góða lykilorðið sem hefur verið í notkun í 7 ár fær að falla í gleymsku (og þó, það kemur mér inn á bloggið, og giska nú... ;)). Fyrir mitt leyti, þá er ég að spá í að játa mig sigraðan, og fá mér USB lyklakippu og e-ð álíka og KeePass sem kryptar svona lagað fyrir mann (með AES eða Twofish, fyrir áhugasama ;))

Útlit næstu daga, flugmiðakaup til Køben ásamt tilsvarandi Rock-under-broen miðakaupum ef um semst, grill+djamm hjá SBS á lørdag... Galopið föstudagskvöld...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home