laugardagur, maí 15, 2004

Dauði yfir DivX!

Var aðeins að grúska í gær og rakst á myndina hér til hliðar sem á tímabili var á heimasíðunni minni sem þá var.

Dauði yfir DivX var markmiðið, en það ber að athuga að DivX sem þá var, er annað en það ágæta DivX sem í dag er. Á þessum tíma fengu einhverjir snillingar þá hugmynd að spara fólki sem leigði mynd það vesen að þurfa að skila spólunni (disknum). Fyrirbærið var kallað Digital Video Express eða DivX, og þrátt fyrir nafnið, þá á þetta ekkert skylt við Mpeg-4 varíantinn DivX sem er mikið notaður til að kóða vídeó í dag.
Hugmyndin var að þú kaupir diskinn og færð að horfa að vild í tvo daga, en eftir það rukkarinn spilarinn þinn (tengdur við símann) þig um ~300 kall í hvert sinn. Fyrir ~2.000 kr. færðu reyndar að horfa ótakmarkað á myndina, en bara í þínum eigin spilara, þýðir lítið að lána diskinn. Til viðbótar voru spilararnir líka töluvert dýrari en DVD spilarar.
Þetta átti semsagt að vera nokkurs konar alternativ við DVD, og eins og gefur að skilja var þessu misvel tekið. Var óttast að annað VHS vs. Beta stríð væri í uppsiglingu sem myndi all-gríðarlega hægja á stökkinu yfir í digital video.

En í gær komst ég svo að því að ég og mínir bræður í herferðinni gegn Digital Video Express höfðum glæstan sigur fyrir heilum fimm árum og er DivX nú ei meir!
Verst að ég var alveg búinn að gleyma baráttunni...

 
Froskurinn fær þakkir fyrir hóstun á myndinni að ofan... Yahoo var ekki að standa sig...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home