Feitt rokk
Þrír Metallica miðar komnir í mína vörslu, Jói bróðir að standa sig... Skildist á honum að fólk hefði strax verið mætt með tjöldin til að tryggja sér miða á morgun... Munur að þekkja fólk sem þekkir fólk ;)
Reyndir veltir maður því stundum fyrir sér hvort nokkuð gerist nokkurn tímann öðruvísi en gegnum 'klíkuskap'. Kevin Bacon teorían kemur upp í hugann (kannski betur þekkt sem six degrees of seperation), þ.e. sú hugmynd að hægt sé að tengja þig við hvaða manneskju sem er í heiminum gegnum mest 6 kunningja. Virðist líka gilda um heimasíður, héðan ættirðu að komast á hvaða síðu sem er á 19 músarklikkum...
Trivia dagsins, Lars Ulrich fæddist í Gentofte, þar bjó ég einu sinni, í (mjög) stuttan tíma...
1 Comments:
Sem harður stuðningsmaður litlamannsins þá finnst mér að þú eigir að sitja með aumingja fólkinu og sýna andlegan stuðning í verki, félagi!! Hvað er ég að segja!! ég á einn miðann frá þér........ *Pæling* hver er þessi litli maður??
Skrifa ummæli
<< Home