laugardagur, maí 22, 2004

En øl, tak

Þá er loks búið að versla flugmiðana til Køben, ætlaði að vera löngu búinn að þessu enda bara tvær vikur í flug... En ágætt að ég beið, prísinn hjá báðum aðilum hefur verið um eða yfir 27 þús. síðustu daga og vikur, en í dag birtust skyndilega hjá Icelandair miðar á 17 þús. Væri nú gaman að komast yfir þær reglur sem ákvarða verðin á þessu flugum, ætti ekki að vera spurning um heppni að fá miða á skikkanlegum prís.
En ég lendi semsagt föstudagskvöldið 4. júní (til baka 15.) og verður stefnan tekin beint á Kampsax við DTU þar sem Bjössi og Calli bíða... Þá er bara að virkja Davíð í sínum flugmiðapælingum og tékka á brúar-rokkinu...

Í öðrum fréttum, prýðilegt miðvikudags-djamm með Hilmari, þrælöflugt skvass með Gísla í dag (ekki nema 6-3 tap ;) og vel heppnuð tilraunastarfsemi í kvöld með nýju græjunni...

2 Comments:

At 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þegar maður er í Danaveldi á maður sko bara að drekka Tuborg !!!!! Hann er lang bestur þar

 
At 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þegar maður er í Danaveldi á maður sko bara að drekka Tuborg !!!!! Hann er lang bestur þar
Barbara

 

Skrifa ummæli

<< Home