Helgi(n)
Prýðileg helgi sú síðasta, rólegt föstudagskvöld enda stutt liðið frá miðviku-djammi. Í staðinn gat ég líka staðið í þrifum og mætt á fína (þó fámenna) laugardagsæfingu. Laugardagskvöldið aftur á móti var öllu fjörugra. Mér var boðið í mat til Davíðs og Ýrar í nýju (virkilega) fínu íbúðinni og Ölstofan tók svo ansi vel við í kjölfarið. Ekki seinna vænna að fara þá að horfa til næstu helgar, stefnir í fína hluti þá... Enda síðasta helgin fyrir Køben-Middelfart(-Hamburg?)-leiðangurinn mikla.
Þrátt fyrir margar (tvær) áskoranir um endurvakningu '98 lúkksins, þá fór ég í dag í klippingu... Ekki í frásögur færandi nema fyrir það að í ljós kom að gaurinn sem klippti þekkti mig, og ég þekkti hann... nema ég áttaði mig á því eftir korters-samtal að þetta var annar en ég hélt. Reyndar ekki séð hann í yfir áratug þ.a. þetta er vel neðarlega á listanum hjá mér yfir feila af þessu tagi, sem lengist sífellt.
Tala við persónu sem ég tel mig þekkja, en þekki ekki. Tala við persónu sem ég tel mig ekki þekkja, en þekki. Tala við persónu sem ég þekki, en held að sé önnur, man ekki nafnið, eða veit ekkert hvaðan ég þekki... Ef það er hægt, þá hef ég prófað það... oftar en ekki um helgar (tilviljun?)...
Þ.a. Helgi, ef þú rekst á þetta einhverntíman, þá sorry, smá glitch, en ég kveikti um síðir. Held ég... ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home