fimmtudagur, júní 03, 2004

Upphitun

Búinn að vera að hita upp fyrir Köben, spila Saybia, Tim Christensen og Carpark North.
Tim Christensen er kannski helst þekktur fyrir Right Next To The Right One úr Nikolaj og Julie, og Carpark North áttu nokkur lög úr Midsommer sem ég tjáði mig um um daginn. Þar á meðal Transparent & Glasslike sem var spilað að ég held fjórum sinnum í myndinni... Enda ágætis lag...
Saybia og Carpark North verða víst ásamt fleirum Silkeborg akkúrat þegar við Davíð verðum undir brúnni að hlusta á Tim Christensen og A-Ha 12. júní...

Fínt plan var síðan að detta inn fyrir föstudaginn 11. júní, komst að því að Nina og félagar í The Cardigans verða um kvöldið í Tivoli í Køben. Og ætli það borgi sig ekki að reyna að vera meira tímanlega en þegar ég ætlaði að sjá Sting í Tívólíinu, lærði þá að í stórum borgum geta myndast ansi stórar biðraðir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home