föstudagur, júní 18, 2004

DK

Mættur... og illa þreyttur... Kom frá Køben í fyrrinótt, mætti í vinnuna í gær og á djammið um kvöldið... Sake og sushi í boði Gunna.
En Køben já... Hver sem ástæðan er, þá líður mér alltaf ósköp vel þarna í Danaveldi. Góður andi og gott fólk... Var í 11 daga þetta skiptið, verulega fljótt samt hvað tíminn líður. Ég gisti á Kampsax hjá Bjössa en skipti honum síðan út fyrir Davíð eftir 6 daga, Bjössi fór heim og Davíð stoppaði í nokkra daga á leið til Benidorm. Ferðin fór að mestu í þvæling um bæinn, búðarráp og pubbaráp. Maður var nokkur tíður gestur á The Moose (þar sem callinn fæst á 15 DKK á tirsdögum, torssdögum og lørdögum) og Pub & Sport þar sem poolið var æft. Kíkti líka í afmæli til Gunna Þóris í Trørød, á Kampsax-festival þar sem ég hitti skrautlega nágranna Bjössa og í mat til Hannesar og Sigrúnar (skutluðu mér svo á Kastrup í kjölfarið, takk fyrir það ;)
Cardigans í Tívolí og A-Ha í Middelfart gerðu líka gríðarlega góða hluti... Læt e-ð af myndum fylgja með fyrir neðan...

4. jún. - Kef til Köb

5. jún. - Á röltinu til Trørød

6. jún. - Nyhavn

6. jún. - Keyrði þessa oft, Kagså-DTU

7. jún. - Hannes og Bjössi

7. jún. - Rådhuspladsen

11. jún. - Cardigans í Tívolí

11. jún. - Tívolí

12. jún. - Middelfart here we come

12. jún. - Rock under broen

12. jún. - Morten mættur (en lille pose?)

12. jún. - Fínt veður

12. jún. - Tim Christensen, mjög flott

12. jún. - Fínt lag
Læt þetta duga, of þreyttur fyrir ítarlegri skrif... ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home