Agalegt...
Nú er það svart, ég er farinn að horfa á fótbolta!
Vil kenna Danmerkurferðinni um, var píndur inn á sportbar í Køben af Bjössa til að horfa á England valta yfir Ísland (skemmti mér annars vel þar yfir Íslendingum berjandi í borð og bölvandi sem andsetnir væru, eins og úrslitin kæmu á óvart).
Í kjölfarið horfði ég svo á tvo með Davíð, Frakka og Breta, og Dani og Ítali... Og hvað gerist, ég kem heim og horfi á heilan leik upp á mitt einsdæmi, ópíndur. Reyndar Danmörk-Svíþjóð...
Spurning hvort höfuðhöggið á laugardagsæfingunni eigi einhvern hlut að máli... Annars hlýtur mér að batna af þessu, hverfur eins og hver önnur sumarpest...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home