þriðjudagur, júní 22, 2004

Agalegt...

Nú er það svart, ég er farinn að horfa á fótbolta!
Vil kenna Danmerkurferðinni um, var píndur inn á sportbar í Køben af Bjössa til að horfa á England valta yfir Ísland (skemmti mér annars vel þar yfir Íslendingum berjandi í borð og bölvandi sem andsetnir væru, eins og úrslitin kæmu á óvart).
Í kjölfarið horfði ég svo á tvo með Davíð, Frakka og Breta, og Dani og Ítali... Og hvað gerist, ég kem heim og horfi á heilan leik upp á mitt einsdæmi, ópíndur. Reyndar Danmörk-Svíþjóð...
Spurning hvort höfuðhöggið á laugardagsæfingunni eigi einhvern hlut að máli... Annars hlýtur mér að batna af þessu, hverfur eins og hver önnur sumarpest...

föstudagur, júní 18, 2004

DK

Mættur... og illa þreyttur... Kom frá Køben í fyrrinótt, mætti í vinnuna í gær og á djammið um kvöldið... Sake og sushi í boði Gunna.
En Køben já... Hver sem ástæðan er, þá líður mér alltaf ósköp vel þarna í Danaveldi. Góður andi og gott fólk... Var í 11 daga þetta skiptið, verulega fljótt samt hvað tíminn líður. Ég gisti á Kampsax hjá Bjössa en skipti honum síðan út fyrir Davíð eftir 6 daga, Bjössi fór heim og Davíð stoppaði í nokkra daga á leið til Benidorm. Ferðin fór að mestu í þvæling um bæinn, búðarráp og pubbaráp. Maður var nokkur tíður gestur á The Moose (þar sem callinn fæst á 15 DKK á tirsdögum, torssdögum og lørdögum) og Pub & Sport þar sem poolið var æft. Kíkti líka í afmæli til Gunna Þóris í Trørød, á Kampsax-festival þar sem ég hitti skrautlega nágranna Bjössa og í mat til Hannesar og Sigrúnar (skutluðu mér svo á Kastrup í kjölfarið, takk fyrir það ;)
Cardigans í Tívolí og A-Ha í Middelfart gerðu líka gríðarlega góða hluti... Læt e-ð af myndum fylgja með fyrir neðan...

4. jún. - Kef til Köb

5. jún. - Á röltinu til Trørød

6. jún. - Nyhavn

6. jún. - Keyrði þessa oft, Kagså-DTU

7. jún. - Hannes og Bjössi

7. jún. - Rådhuspladsen

11. jún. - Cardigans í Tívolí

11. jún. - Tívolí

12. jún. - Middelfart here we come

12. jún. - Rock under broen

12. jún. - Morten mættur (en lille pose?)

12. jún. - Fínt veður

12. jún. - Tim Christensen, mjög flott

12. jún. - Fínt lag
Læt þetta duga, of þreyttur fyrir ítarlegri skrif... ;)

fimmtudagur, júní 10, 2004

Vika

Heil vika liðin í Koeben, en enginn tími fyrir blogg enn... Kem væntanlega með ferðasöguna fljótlega eftir að ég kem heim. Allt í góðu héðan annars, bjór, djamm og pool, ský og rigning (sól núna reyndar). Slappt úrval í búðunum og lítið verslað hingað til, en það hjálpar eflaust að fá fagmanninn til að aðstoða, Davíð á leiðinni út í þessum skrifuðu orðum og Bjössi á leiðinni heim... Spáð rigningu á laugardaginn undir brúnni...

fimmtudagur, júní 03, 2004

Upphitun

Búinn að vera að hita upp fyrir Köben, spila Saybia, Tim Christensen og Carpark North.
Tim Christensen er kannski helst þekktur fyrir Right Next To The Right One úr Nikolaj og Julie, og Carpark North áttu nokkur lög úr Midsommer sem ég tjáði mig um um daginn. Þar á meðal Transparent & Glasslike sem var spilað að ég held fjórum sinnum í myndinni... Enda ágætis lag...
Saybia og Carpark North verða víst ásamt fleirum Silkeborg akkúrat þegar við Davíð verðum undir brúnni að hlusta á Tim Christensen og A-Ha 12. júní...

Fínt plan var síðan að detta inn fyrir föstudaginn 11. júní, komst að því að Nina og félagar í The Cardigans verða um kvöldið í Tivoli í Køben. Og ætli það borgi sig ekki að reyna að vera meira tímanlega en þegar ég ætlaði að sjá Sting í Tívólíinu, lærði þá að í stórum borgum geta myndast ansi stórar biðraðir...

þriðjudagur, júní 01, 2004

Rapport

Enn ein helgin liðin og ný vinnuvika framundan. Óvenju stutt þó í þetta skiptið, byrjar á þriðjudegi og svo flýg ég út á föstudaginn.
En örstutt yfirlit um atburði helgarinnar... Föstudagskvöldið fór ég með Hilmari og Dísu á Café Árnes í útgáfuteiti fyrir blað, sem ég hreinlega man ekki hvað heitir. Frír bjór og fín músík, gaur á gítar, sem ég man heldur ekki hvað heitir (upphafsstafirnir K.G.B.) og Tenderfoot. Mjög flott... og mjög skemmtilegt fyrir það að Café Árnes er bátur sem liggur við Reykjavíkurhöfn... Rólegur laugardagur, æfing og DVD um kvöldið. Sunnudagskvöldið var Ýr hans Davíðs svo með afmælis-/innflutningspartý. Mikil gleði, og slúttað í morgunsárið á Devito's eins og svo oft áður.

Mynd dagsins er annars í boði Cassini, sem á nú ekki nema sléttan mánuð eftir af 7 ára ferðalagi sínu til Satúrnus...