þriðjudagur, mars 29, 2005

Lexía dagsins

Klipping á hálfvirði er alls ekkert góður díll...

Danmörk í dag

Í blöðunum í dag eru birtar myndir af höfði og lýsingar á því hvernig grey maðurinn var sagaður í sundur í sex búta. Það var ekki vitað hver hann var og því ákveðið að birta myndina. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig fjölskyldunni hefur orðið við að sjá forsíður blaðanna í dag...
Ótrúlegt að svona lagað geti gerst, og verulega skuggalegt...

mánudagur, mars 28, 2005

Páskafrí

Þreif, djammaði, labbaði, hjólaði og las (smá) í páskafríinu. Nokkrar svipmyndar að neðan...


Blokkin mín (er á 2. hæð)

Þvottahúsið

Bjössi á Sydhavn Station

Garður og stígar við sjóinn

Mæli svo með Kortal síðunni, hægt að skoða loftmyndir af allri Danmörku og panna & zooma að vild. Mjög flott og fínt til að átta sig á umhverfi og vegalengdum (virkar reyndar ekki í Firefox). Fékk myndina að neðan 'lánaða' og merkti inná að gamni hvar Nokia er og hvar ég bý, ekki langt að fara eins og sjá má...

föstudagur, mars 25, 2005

Vor

Opnaði glugga áðan og feit kónguló datt inn. Held að vorið sé komið...

fimmtudagur, mars 24, 2005

Fischer

Íslendingar eru grúppíur. Við gerum allt sem við getum fyrir hvaða álf sem er sem álpast til að millilenda á klakanum. Svo framarlega sem hann er frægur. Skiptir þá engu þó maðurinn sé eftirlýstur krimmi og skattsvikari sem hatar (m.a.) Bandaríkin, Gyðinga og Rússa. Og eyðum svo einhverjum skattpeningum í laun handan manninum, hann er jú eftir allt saman íslenskur stórmeistari. Eitthvað hlýtur að vera að fara framhjá mér fyrst þetta er samþykkt samhljóða á Alþingi...

Maður vonar bara að hann fari ekki einhverntíman í fýlu út í okkur líka, þessi nýi besti vinur Íslendinga.

Hvernig fór annars með Jönu og Ramin Sana, rúmlega tvítuga tilvonandi foreldra sem átti að vísa úr landi á sínum tíma? Þau kunnu kannski ekkert að tefla...

miðvikudagur, mars 23, 2005

Nördahornið

Mér finnst Skype sniðugt. Leyfir mér að spjalla að vild við fólkið heima á Íslandi án þess að borga krónu fyrir. Við (sem búum annars staðar á íslandi a.m.k.) erum nefnilega ekki rukkuð fyrir þá 0 og 1 sem við sendum og sækjum yfir netið, og engu skiptir hvort það er Dilbert á mbl, nýjasti Seagalinn, eða tal... Og það heillar þegar mínútuprísinn á millalandasímtölum er kominn yfir hundraðkallinn.

En hversu töff væri ef að gemsinn þinn myndi spotta það að kaffihúsið sem þú sætir á væri með þráðlaust net og símtalið við Arnar í Tókýó (t.d.) væri flutt yfir internetið, frekar en hefðbundna símkerfið, þar sem mælirinn væri annars fljótur að tikka... Og að símtalið slitni ekki þegar þú röltir niður í bæ, síminn flytji sig hreinlega yfir á venjulega gemsakerfið án þess að þú verðir var við neitt...

Allt að koma... Opinn staðall sem allir stóru spilararnir taka þátt í (Nokia, Ericsson, Motorola, Siemens o.fl.). Símarnir eru í það minnsta á leiðinni, en svo er spurning hvað símafyrirtækin gera. Til að styðja þetta þurfa þeir að leggja í breytingar á búnaði hjá sér og þeir græða lítið ef kúnninn græðir... Spurning hvort aðilarnir sem keppa (Vodafone og Síminn jafnvel) verði ekki bara þegjandi "sammála" um að vera ekkert að bjóða upp á svona lagað...

En mér finnst þetta kúl, Unlicensed Mobile Access (UMA), GSM og GPRS yfir 2.4GHz (Bluetooth og WiFi).      ;)

sunnudagur, mars 20, 2005

Israel Kamakawiwo'ole

Var að komast að því hver syngur "Somewhere over the rainbow" í auglýsingunum frá Umferðarstofu. Var að flakka á milli stöðva í sjónvarpinu og heyrði þetta í endanum á Finding Forrester. Kíkti því á Amazon og komst að því að hann heitir Israel Kamakawiwo'ole (eða hét, dó víst '97). Stór Hawaii-búi með pínulítið ukelele... Verulega flott...
Get en ekki að spáð í allri þeirri fínu músík sem maður missir af, aldrei hefði ég að fyrra bragði tékkað á ukelele músík frá Hawaii...

Hægt að hlusta á sýnishorn hjá Amazon.

laugardagur, mars 19, 2005

Grannar

Í dag vaknaði ég við frumskógaröskur nágrannakonu minnar, ætlað börnum hennar, sem fengu síðan í framhaldi af því kveðjuna HOLD KÆFT!!
Þunnir veggir hérna, og fyrir löngu búinn að sjá það að ekki allir mínir grannar eru í jafnvægi...

fimmtudagur, mars 17, 2005

Skamm skamm

Ég er í bloggskammarkróknum, og á það fyllilega skilið. Verulega léleg frammistaða, loks þegar ekkert nema nýir og spennandi hlutir eru að gerast, þá þegir maður þunnu hljóði í þrjá mánuði.

Kannski fullseint, en hér er smá yfirlit:

Desember: Sel íbúðina ;(
Jan: Flyt út úr Hlíðarhjallanum og (enn og aftur) í Rauðahjallann. Smá eftirsjá þó, fínasta íbúð, og fínasta fjárfesting. Flýg til Køben og flyt inn í Scandiagade 72... Bærilegasta íbúð, skelli inn myndum eftir næstu tiltekt... Tel mig þó vera ótrúlega heppinn að fá jafn vel staðsetta íbúð, algengt að vinnufélagarnir séu klukkutímann að keyra í vinnuna, meðan ég er 8 mínútur að rölta.
Febrúar: Byrja að vinna! Og líst bara vel á, sé fram á ég eigi eftir að læra heilmikið þarna, sem heillar mjög. Fékk svo dótið mitt, 2 vikum eftir áætlun að sjálfsögðu. Það fór víst tvær ferðir til Danmerkur, fékk ekki að fara í land í fyrra skiptið vegna verkfalls. Lenti í því sama síðast þegar ég flutti út, þá bilaði skipið á miðri leið og var dregið tilbaka. Lítið gaman að vera sjónvarps og tölvulaus í tvær vikur, reynir á. Fékk pabba í heimsókn í lok mánaðarins og varð samferða honum heim, ákvað að skreppa yfir helgi og mæta í útskrift(arveislu) hjá Sigrúnu. Stórfínt...
Mars: Bryndís kíkti í heimsókn, stoppaði í heila viku, spurning hvort henni hafi eitthvað litist á plássið...
Framundan: Heilir 3 dagar í páskafrí, heimsókn frá m&p yfir helgi, millilending hjá Arnari með tilheyrandi djammi, hengja upp ljós... Lestur...

mánudagur, mars 14, 2005

Allur lurkum laminn

Mæti loks á æfingu áðan, sjá hvernig Danirnir gera þetta. Var rækilega tekinn í bakaríið... Munur á tækni, eins og við var að búast, og talsvert meiri harka en heima sýnist mér á öllu. Maður þarf að vera ansi vel á tánum, bókstaflega...
Fínt engu að síður og plús hvað þetta er stutt frá, 15 mínútur að rölta þetta. Er líka ekki nema 8 mínútur að rölta í vinnuna, og álíka upp á lestarstöð, þ.a. spurning hvort maður geti nokkurn tíman réttlætt bílainnkaup meðan maður er hérna ;)

Fyrir áhugasama, þá bý ég semsagt á
    Scandiagade 72, 1. th.
    2450 København SV
og síminn hjá mér er nú +45 40524173 (gamla númerinu var lokað 1. feb).

Loksins...

... að það er hlýrra í Danmörku en á Íslandi. Orðið frekar skuggalegt þegar það er hiti á klakanum, en -20°C hér. Tölur dagins annars -1° í Reykjavík og +5° í Køben.
Danmörk tekur þetta með 6 stigum... eins og þegar ég álpaðist í Parken á sínum tíma að sjá Dani og Íslendinga sparka í bolta...