fimmtudagur, mars 24, 2005

Fischer

Íslendingar eru grúppíur. Við gerum allt sem við getum fyrir hvaða álf sem er sem álpast til að millilenda á klakanum. Svo framarlega sem hann er frægur. Skiptir þá engu þó maðurinn sé eftirlýstur krimmi og skattsvikari sem hatar (m.a.) Bandaríkin, Gyðinga og Rússa. Og eyðum svo einhverjum skattpeningum í laun handan manninum, hann er jú eftir allt saman íslenskur stórmeistari. Eitthvað hlýtur að vera að fara framhjá mér fyrst þetta er samþykkt samhljóða á Alþingi...

Maður vonar bara að hann fari ekki einhverntíman í fýlu út í okkur líka, þessi nýi besti vinur Íslendinga.

Hvernig fór annars með Jönu og Ramin Sana, rúmlega tvítuga tilvonandi foreldra sem átti að vísa úr landi á sínum tíma? Þau kunnu kannski ekkert að tefla...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home