Nördahornið
Mér finnst Skype sniðugt. Leyfir mér að spjalla að vild við fólkið heima á Íslandi án þess að borga krónu fyrir. Við (sem búum annars staðar á íslandi a.m.k.) erum nefnilega ekki rukkuð fyrir þá 0 og 1 sem við sendum og sækjum yfir netið, og engu skiptir hvort það er Dilbert á mbl, nýjasti Seagalinn, eða tal... Og það heillar þegar mínútuprísinn á millalandasímtölum er kominn yfir hundraðkallinn.
En hversu töff væri ef að gemsinn þinn myndi spotta það að kaffihúsið sem þú sætir á væri með þráðlaust net og símtalið við Arnar í Tókýó (t.d.) væri flutt yfir internetið, frekar en hefðbundna símkerfið, þar sem mælirinn væri annars fljótur að tikka... Og að símtalið slitni ekki þegar þú röltir niður í bæ, síminn flytji sig hreinlega yfir á venjulega gemsakerfið án þess að þú verðir var við neitt...
Allt að koma... Opinn staðall sem allir stóru spilararnir taka þátt í (Nokia, Ericsson, Motorola, Siemens o.fl.). Símarnir eru í það minnsta á leiðinni, en svo er spurning hvað símafyrirtækin gera. Til að styðja þetta þurfa þeir að leggja í breytingar á búnaði hjá sér og þeir græða lítið ef kúnninn græðir... Spurning hvort aðilarnir sem keppa (Vodafone og Síminn jafnvel) verði ekki bara þegjandi "sammála" um að vera ekkert að bjóða upp á svona lagað...
En mér finnst þetta kúl, Unlicensed Mobile Access (UMA), GSM og GPRS yfir 2.4GHz (Bluetooth og WiFi). ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home