miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Fréttir!

Loksins sem ég get opinberað tíðindin... þó ég sé búinn að lauma þessu að ýmsum. Í stuttu, þá ætla ég að yfirgefa klakann, aftur... flytja til Köben, aftur... og fara að vinna hjá finnska stígvélaframleiðandanum fyrrverandi Nokia :)
Mikil spenna, fer út í lok janúar þ.a. nú þarf maður að koma sér í að selja (leigja?) íbúð, selja (taka með?) bíl, finna íbúð... og standa í öðru tilheyrandi stússi (versla hjól?). Að ég tali nú ekki um vinnuna, klára mitt af sem best ég get, skilja vel við þetta. Þó ég reikni nú fastlega með að slatti fylgi mér með út.

Læt þetta duga að sinni, þarf að koma mér í að þrífa eylítið áður en fasteignasalinn mætir með myndavélina á morgun...

1 Comments:

At 12:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja..þú gætir þá kanski fengið þá til að búa til skopparabolta með innbyggðum síma svo þeir entust eitthvað hjá mér..

verður forvitnilega hvernig þetta allt saman fer síðan, en allavegana er ég komin með fína afsökun til að kíkja á þig til Danmerkur af og til. Hvernig er þetta svo, er ekki sterk venja fyrir því að halda útflutningspartí :þ

JF

 

Skrifa ummæli

<< Home