Flakk
Kominn í land, fékk far með Sunnuberginu til Vopnafjarðar og flug þaðan heim. Var ferjaður á milli skipa í gúmmíbát, í myrkri og hellings öldugangi, íklæddur appelsínugulum flotgalla... Mikið fjör og verulega flott að sjá skipin tvö stilla sér upp hlið við hlið í myrkrinu og lýsa upp svæðið með ljóskösturun... Mjög gaman allt saman. Mikil almennilegheit hjá áhöfnunum á báðum skipum að standa í þessu. Mjög þakklátur, þó ég hafi verið búinn að pakka fyrir 10 daga... :)
Punktar í kjölfar Noregsferðar:
Eitt sem mér fannst mikil snilld við Noreg er að bannað er að reykja annarsstaðar en í heimahúsi eða utandyra. Ég var fyrirfram soldið skeptískur á að þetta gæti gengið upp, enda búið að ala það uppí manni að reykingar og tilheyrandi stybba sé órjúfanlegur hluti skemmtanalífsins (reyklaus Ölstofa?!?). En merkilegt nokk, ekki var að sjá að fólk skemmti sér síður, tölti bara út og kom sér fyrir undir gasbrennaranum til að fá sér reyk... Mjög ánægjuleg upplifun að geta farið í jakkann aftur daginn eftir, án nokkurs ilms... Ekki það að djamm í Noregi sé tóm sæla, verðið á bjór hefur talsvert róandi áhrif á sötrið. Við getum ekki mikið kvartað hér heima.
Annars var ég í Bergen, sem mér fannst þrælfínn bær (borg?), fullt að skoða. Aftur á móti rignir þar 275 daga á ári (þ.á.m. alla dagana sem ég var þarna), sem heillar ekki mjög...
P.S.
Að einhverju allt öðru, ég get ekki annað en opinberað undrun mína á því hvernig í ósköpunum ég fór að því að týna jakkanum mínum... heima hjá mér... og íbúðin ekki stór... Hugmyndir vel þegnar...
2 Comments:
Já aldrei átti ég von á því að þú myndir enda á sjónum:).., en þú færð allavegana að ferðast nógu ands mikið.
Með jakkann, það hlýtur einhver að hafa tekið hann í misgripum? nema þú hafi ekki komið í jakkanum heim djamminu á undan?
bara pæling.
KV Jói, Tinna og Gunnar Mikael
en er eitthvað að þessu fína djamm jakka sem þú ert í á efri myndinni? Þessi litur fer þér alveg ágætlega!
DOlgeirs
Skrifa ummæli
<< Home