Klósetthurð og útilega
Stíf helgi sú síðasta. Með þeim öflugri í langan tíma. Hófst á föstudagskvöldi hjá Hilmari, í fögnuði tileinkuðum nýuppsettri klósetthurð og stóð það djamm vel til morguns. Ekki var laugardagurinn rólegri, fór með Gunna í útilegu og gleði með VSÓ á Eldborg. Vorum reyndar seinir á svæðið, lengi að koma okkur af stað, en náðum þó að koma tjaldi upp og taka einn krokket-leik fyrir mat. Heilmikið fjör þarna og vel útilátið af mat og drykk. Reyndar mikið af fjölskyldufólki í hópnum þ.a. það týndist úr þegar fór að líða á, en við Gunni stóðum okkar pligt. Ekki einu sinni bændurnir á svæðinu sem voru að fagna 10 ára búfræðiútskrift, höfðu roð við okkur. Um fimm-leytið hresstum við okkur nokkur við með sundspretti og við tveir enduðum svo gleðina í vöfflum hjá kokknum á hótelinu þarna á staðnum um morguninn (mikill öðlingur sá maður).
Reyndar mátti berlega sjá daginn eftir hverjir voru síðastir í háttinn, síðastir á fætur og síðastir heim, eins og myndin til hliðar sýnir glöggt ;)
1 Comments:
Sæll og blessaður.. Það er greinilegt að nóg er að gera hjá þér!! Ég vildi bara segja þér að ég og Ingi erum líka búin að sameinast bloggurum landsins, afraksturinn má sjá á sigrunbs.blogspot.com og tp://ingijarl.blogspot.com/, Ingi er nú reyndar virkari en ég því ég á nú að vera í prófum og á ekki að eyða tíma í svona lagað.... en jæja þú veist þá allavegana af okkur.. Sjáumst!! SBS
Skrifa ummæli
<< Home