Mjúkvara
Alltaf gott að vita að maður getur treyst heimabankanum og tilheyrandi ASP kóða og SQL fyrirspurnum fyrir peningunum sínum. Heimabankinn hjá KB tók svona á móti mér í dag þegar ég ætlaði að millifæra nokkra tíuþúsundkalla. Ekki það að ég hafi heimild til að kvarta mikið, lengi vel átti ég eitthvað af kóða þarna inni og auk þess hef ég nú oftar en einu sinni eftir mína tíð þarna gerst sekur um að hafa látið frá mér hálfkláraðan kóða.
Reyndar þykir mér heimabankinn hjá BI og nú hjá KB hafa staðið sig merkilega vel í gegnum tíðina, þó mér þyki nýja layoutið gera full miklar kröfur til upplausnar. En engu að síður fannst mér, og finnst enn, ótrúlegt hvað tekst að halda þessu keyrandi.
Mínir menn hjá BI/KB fá líka hrós fyrir að sjá til þess að ég virðist óhikað getað notað Firefox (sem fæst einfaldlega með því að fylgja stöðlum í staðinn fyrir að eltast við Microsoft viðbætur). Eitthvað sem menn voru ekki alltaf tilbúnir til að eyða miklum tíma í, enda Internet Explorer verið nánast einráður, með 95% markaðshlutdeild undanfarin ár.
Ég mæli btw. eindregið með Firefox í stað Internet Explorer, bæði öruggari (ekki innlimaður í stýrikerfið eins og IE) og með haug af nýjum fítusum og open source viðbætum (setti t.a.m. upp hjá mér Mouse Gestures, RSS reader og Adblock).
Viðbót:
Get ekki annað en hneykslast smá á Microsoft fyrir að hunsa það að Firefox eigi að vera minn default browser og skella upp IE þegar ég smelli á inboxið í MSN... Skamm...
Soldið magnað að MS skuli þrjóskast við og bjóða ekki upp á stýrikerfi sem er ekkert nema það, stýrikerfi. Án allra forrita fyrir net, texta, mynd, hljóð (o.s.frv.) sem gera samkeppnisstöðu þeirra sem útbúa svipuð tól erfiða. Hringir Netscape einhverjum bjöllum? Spurning hvort reikningur Evrópusambandsins upp á 46 milljarða ISK fyrir að láta Media Playerinn fylgja með Windows komi til með að hafa nokkuð að segja... (Mæli btw með Winamp og VLC í staðinn.) IE var reyndar fínn á sínum tíma (þeas. frá og með v5) og ég notaði mikið... En nú, þegar mig langar til að skipta yfir í annan, þá finnst mér að það eigi ekki að vera vandamál...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home