fimmtudagur, mars 17, 2005

Skamm skamm

Ég er í bloggskammarkróknum, og á það fyllilega skilið. Verulega léleg frammistaða, loks þegar ekkert nema nýir og spennandi hlutir eru að gerast, þá þegir maður þunnu hljóði í þrjá mánuði.

Kannski fullseint, en hér er smá yfirlit:

Desember: Sel íbúðina ;(
Jan: Flyt út úr Hlíðarhjallanum og (enn og aftur) í Rauðahjallann. Smá eftirsjá þó, fínasta íbúð, og fínasta fjárfesting. Flýg til Køben og flyt inn í Scandiagade 72... Bærilegasta íbúð, skelli inn myndum eftir næstu tiltekt... Tel mig þó vera ótrúlega heppinn að fá jafn vel staðsetta íbúð, algengt að vinnufélagarnir séu klukkutímann að keyra í vinnuna, meðan ég er 8 mínútur að rölta.
Febrúar: Byrja að vinna! Og líst bara vel á, sé fram á ég eigi eftir að læra heilmikið þarna, sem heillar mjög. Fékk svo dótið mitt, 2 vikum eftir áætlun að sjálfsögðu. Það fór víst tvær ferðir til Danmerkur, fékk ekki að fara í land í fyrra skiptið vegna verkfalls. Lenti í því sama síðast þegar ég flutti út, þá bilaði skipið á miðri leið og var dregið tilbaka. Lítið gaman að vera sjónvarps og tölvulaus í tvær vikur, reynir á. Fékk pabba í heimsókn í lok mánaðarins og varð samferða honum heim, ákvað að skreppa yfir helgi og mæta í útskrift(arveislu) hjá Sigrúnu. Stórfínt...
Mars: Bryndís kíkti í heimsókn, stoppaði í heila viku, spurning hvort henni hafi eitthvað litist á plássið...
Framundan: Heilir 3 dagar í páskafrí, heimsókn frá m&p yfir helgi, millilending hjá Arnari með tilheyrandi djammi, hengja upp ljós... Lestur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home