sunnudagur, ágúst 29, 2004

Gras á baðið

Ég vissi að enginn myndi trúa mér þegar ég segði söguna af gaurnum sem þökulagði baðherbergið sitt... svo ég ákvað að taka myndir...

Það er alltaf einhver sem er til í að ganga skrefinu lengra með steiktar hugmyndir sem flestum nægir að fíflast með. Snilldarhúmor...

föstudagur, ágúst 27, 2004

Að gefnu tilefni

Mér var bent á það að Blogger vilji að menn loggi sig inn til að pósta commenti, virðast eitthvað hafa verið að breyta hjá sér. En það er semsagt hægt að commenta 'anonymously' m.þ.a. smella á smáa letrið...
Go nuts... ;)

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

NMEA

Í dag víraði ég og lóðaði tengi, skreið svo lengst inn í púlt í brú á skipi, og umkringdur köplum, vírum og tækjum sem blikkuðu og píptu, þá tengdi ég kapal við tengi og tengi við kapal og kapal við tæki... og fékk á svartan tölvuskjáinn hvern hvítan textann á fætur öðrum... Án efa fallegasta sjón dagsins...
Spara smáatriðin, læt duga að segja að eitthvað sem hefur ekki virkað, er nú farið að svínvirka...

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Mynd dagsins

Earth by night (hi-res), í boði Astronomy Picture of the Day.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Klósetthurð og útilega

Stíf helgi sú síðasta. Með þeim öflugri í langan tíma. Hófst á föstudagskvöldi hjá Hilmari, í fögnuði tileinkuðum nýuppsettri klósetthurð og stóð það djamm vel til morguns. Ekki var laugardagurinn rólegri, fór með Gunna í útilegu og gleði með VSÓ á Eldborg. Vorum reyndar seinir á svæðið, lengi að koma okkur af stað, en náðum þó að koma tjaldi upp og taka einn krokket-leik fyrir mat. Heilmikið fjör þarna og vel útilátið af mat og drykk. Reyndar mikið af fjölskyldufólki í hópnum þ.a. það týndist úr þegar fór að líða á, en við Gunni stóðum okkar pligt. Ekki einu sinni bændurnir á svæðinu sem voru að fagna 10 ára búfræðiútskrift, höfðu roð við okkur. Um fimm-leytið hresstum við okkur nokkur við með sundspretti og við tveir enduðum svo gleðina í vöfflum hjá kokknum á hótelinu þarna á staðnum um morguninn (mikill öðlingur sá maður).
Reyndar mátti berlega sjá daginn eftir hverjir voru síðastir í háttinn, síðastir á fætur og síðastir heim, eins og myndin til hliðar sýnir glöggt ;)
 

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Croquet, the Lord of Lawn Sport

Við Gunni fengum nóg af því í vinnunni í dag að sitja inni og horfa út um gluggann á góða veðrið. Ákváðum að gera eitthvað í málinu. Brunuðum í Leikbæ, versluðum krokket-sett og lögðum braut á túninu við Höfða (beint fyrir framan vinnuna). Lokuðum svo búllunni í nokkra stund meðar leikar stóðu. Mæli eindregið með þessu, snilldar leikur fyrir alla þá sem skortir afsökun til að komast út í góða veðrið.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Met

Dagurinn í dag sló met. Hiti og blíða. Í tilefni af því þá gat ég ekki gert það sem ég undir venjulegum kringumstæðum hefði gert eftir vinnu... Farið heim, kveikt á tölvunni og dregið fyrir (til að sjá á skjáinn ;) Fannst slíkt vera full dapurt fyrir svona fínan dag, þ.a. ég ákvað að kíkja í Heiðmörk og rölta upp Gunnhildi (gun-hill) við Vífilsstaði. Eðal veður og eðal útsýni... og flugur...

mánudagur, ágúst 02, 2004

Það jafnast ekkert á við það...

... að klára að þrífa íbúðina...
og
...að koma heim eftir fínt djamm og grilla burger í góða veðrinu...

(sunnudagur í hnotskurn)