Sumarfríið mitt 2008

Þarf ekki nema 1.300.000 ISK til að festa sæti, þ.a. maður hefur nokkur ár til að safna upp í restina. Nánast gefins, og alveg málið :)
Tvær ástæður fyrir því af hverju ég er ekki hrifinn af því:
1) Góðar stofugræjur geta engan veginn bjargað lagi í lélegum gæðum. Ef maður vill góð hljómgæði, þá þýðir ekki að nota lossy formatt eins og MP3. Þetta skiptir mig máli því öll mín músík er komin á tölvuna inn í stofu, tengda við græjurnar.
Þetta er líka ástæðan fyrir því að ég versla ekki hjá vefum eins og tonlist.is, ef ég er að kaupa eitthvað, þá vil ég að gæðin séu í lagi.
2) Í upphafi var MP3, nú eru AAC, OGG, WMA, ASF, M4A o.s.frv. og fleiri (sífellt betri) munu að sjálfsögðu koma. Ef þú síðan lendir í því að þurfa að breyta lagi úr einu lossy formatti yfir í annað, t.d. OGG yfir á M4A til að spila í iPodnum þínum, þá taparðu enn meiri gæðum (eins og að kópera videospólu yfir á aðra vídeóspólu, en iTunes að sjálfsögðu segir þér ekkert frá þessu þegar það býðst til að converta músíkinni þinni).
Lausin er að nota lossless format, tónlistin á tölvunni er þá nákvæmlega eins og á geisladisknum. Það er svo að auki minnsta mál að varpa yfir í lossy formatt eftir þörfum. Bara geyma orginalinn að sjálfsögðu, nema maður sé að varpa yfir í nýtt og betra lossless ;) Hér er líka hægt að velja úr nokkrum, t.d. Monkey's Audio, Apple Lossless og mitt uppáhald, FLAC. Ókosturinn er að lögin taka meira pláss (27 MB að meðaltali hjá mér), en þar sem það samsvarar ca. 1 kr (ISK) per lag m.v. verð á hörðum diskum í dag, þá finnst mér það vel þess virði.
Ég nefndi svo tonlist.is áðan... Metallica, sem eru nú ekki hrifnir af MP3 (af allt öðrum ástæðum reyndar :) selja tónleikaupptökur á FLAC formi á vefnum hjá sér. Tveggja tíma og korters tónleikar í Egilshöll í CD gæðum á $13.
Svona á að gera þetta að mínu mati.
Það sem ég nota...
... er Exact Audio Copy til að taka afrit af músík inná tölvuna (í .wav), dBpowerAMP til að kóða yfir í FLAC og loks Tag & Rename til að setja inn upplýsingar um lagið (album, artist, track o.s.frv.). FLAC codec þarf að vera sett upp, það fæst hér.
Varðandi spilara, þá er ég nýlega farinn að nota musikCube, sýnist hann henta afskaplega vel fyrir fólk (eins og mig) sem er með helling af músík (svo framarlega sem tögin eru rétt). Þægileg flokkun, einfalt að leita og hraðvirkt. Svo er bara spurning hvort ég geti ekki komið mér í að skrifa Bluetooth plugin fyrir símann :)
Búinn að vera duglegur undanfarið... 2ja vikna frí á Íslandi og Roskilde festival um helgina. Stuð... :)
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |