Gleði
Búinn að vera duglegur undanfarið... 2ja vikna frí á Íslandi og Roskilde festival um helgina. Stuð... :)
Stórfínt frí annars, það lengsta sem ég hef tekið frá vinnu hingað til. Náði meira að segja að haga mér aðeins eins og alvöru túristi... Rölti upp Keili og Esju, fór í Bláa Lónið, útilegu í Skaftafelli, tók þátt í 17. júní gleði, borðaði fínan grillmat og skrapp eylítið út á lífið...
Alltaf gott að kíkja heim, en ég fer svo væntanlega ekki aftur fyrr um jólin...
Helginni var svo varið í Roskilde (tók smá forskot á fimmtudaginn en fór svo aftur heim í bælið um kvöldið)... Gat ekki sleppt þessu, var nefnilega svo heppinn að hitta Bjarna á Ölstofunni meðan ég var heima og hann var svo almennilegur að bjóða mér gistingu.
Fín músík, furðuleg músík, mikil gleði og fullt fullt (fullt) af fólki... Veðrið líka svakalega fínt, ríflega 20° og sól...
Green Day voru með flottustu tónleikana, heilmikið show. Megnið var af nýju American Idiot sem mér finnst þrælfín, en eitthvað af gömlum smellum. Voru nokkuð flottir á því, skiptu t.d. út allri hljómsveitinni í miðju lagi með sjálfboðaliðum úr crowdinu og leyfðu þeim að klára lagið... Gítarleikarinn fékk svo að eiga gítarinn... Mjög töff...
Foo Fighters voru mjög sterkir líka, þó tónleikarnir væru bara klukkutími. Hellingskraftur í þeim Dave Grohl og Taylor Hawkins (á trommum).
Gaman að sjá Velvet Revolver. Slash, Duff og Matt úr G'N'R og Scott Weiland úr Stone Temple Pilots, en rokkið er bara ekki eins án Axl...
Kent voru verulega flottir (sá reyndar bara brot af þeim fimmtudagskvöldið, þurfti heim að sofa ;) Þarf endilega að kíkja á þá aftur við tækifæri.
Jimmy Eat World fínir, Ozzy magnaður, Jamie Cullum skemmtilega spes, en merkilegt nokk voru Duran Duran lítið spes ('stor skuffelse' eins og Urban sagði). Klassísk músík, en Simon bara pikkfastur í '83...
Gríðargaman, og ef böndin (og veðurspáin) verða álíka spennandi næsta ár er ólíklegt að ég hangi heima... :)
4 Comments:
Stutt heimsókn hjá þér, en þú náðir allavegana að gera helling úr þessu fríi þínu,! við sjáumst svo í nóv ef allt gengur eftir og við ákveðum að kíkja út.
Eitt enn, er að spá í Ipod, er ódýrara að versla þetta í Danmerku?
Kveðjur úr Hafnarfirðinum.
Getur skoðað verðin í DK á www.hifipriser.dk. Örugglega ódýrara en í búðum heima, spurning með fríhöfnina. Annars hlýtur eitthvað nýtt að fara að koma hjá þeim, sá á einhverri síðunni tal um 8 GB iPod mini... og svo eru þeir búnir að sameina iPod og iPod photo, allir nema mini komnir með litaskjá... En annars er ég mest spenntur fyrir því að komast í Nokia N91 ;)
Hæ "Stemsi", þú hefðir drepið mig ef ég hefði kallað þig þetta fyrir nokkrum árum :) Geðveikt að þú skelltir þér á Roskilde. Ohh, ég hefði ekkert smá verið til í að kíkja í sumar, allt of langt síðan ég fór síðast (fór 95,96 og 97) Drézi var bara ekki alveg eins spenntur og ég... en allavega ég fékk að sjá Duran Duran og Foo Fighters, já og auðvitað Iron Maiden í Egilshöll. Mér fannst Foo Fighters langlangflottastir. Allaveg, gaman að geta lesið smá um það hvað þú ert að gera þarna úti. Knús Thelma
Hefði reyndar verið ekta þú að kalla mig þetta :) Svosem ósköp einföld skýring á þessu, SES var frátekið þ.a. ég prófaði að gamni að taka næstu stafina með... Ekkert sem ég vona að festist við... Annars heyrist mér alveg kominn tími á Roskilde hjá þér, um að gera að taka frá 29. júní til 2. júlí '06 ;)
Skrifa ummæli
<< Home