Sófakartafla
Leyfði mér um daginn að eyða nokkrum krónum... Er lengi búið að langa í tölvu sem ég get haft inni í stofu til að halda utan um sjónvarpsgláp og músíkspilun. Sniðugt concept finnst mér. Ég geymi þarna inni (nánast) alla mína músík, ljósmyndir og vídeó, og nota svo vélina til að taka upp fyrir mig sjónvarp (t.d. Scrubs á hverjum virkum degi kl. 19 ;) sem ég get svo brennt á DVD. Kúl fítus líka þykir mér að geta ýtt á pásu og/eða spólað til baka 'live' sjónvarpsefni þegar mér sýnist svo.
Keypti mér 300 gíga disk, viftulausan heatsink, viftulaust power supply og viftulaust skjákort (ómögulegt að hafa hávaða í stofunni), en restin eru 3-5 ára íhlutir sem eru enn í fínum gír.
Fullt af möguleikum, en líka fullt af veseni... Sem er í fínu lagi, maður verður að hafa eitthvað sér til dundurs í útlandinu :)
1 Comments:
þú ert snar ...:)
Skrifa ummæli
<< Home