Afmæli
Jói bróðir á góða vini sem gefa honum rjómatertu á afmælisdaginn... Mæli með vídeóinu ;) |
Ég veit ekki með ykkur, en ég er ekki viss um að ég væri til í að setjast upp í flugvél sem blakar vængjunum, jafnvel þó Da Vinci sjálfur eigi heiðurinn af henni. Frekar hefði ég áhuga á að setjast upp í Toyotu, nánar tiltekið i-foot og rölta á milli staða á honum...
Og talandi um græjur frá Japan, þá var Arnar svo almennilegur að þýða nafnið mitt yfir á katakana, ステンドル. Var nefnilega að panta mér hakama sem ég læt sauma þetta í, þarf að fara að klæðast svoleiðis á æfingum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hakama skuggalega líkt pilsi ... en er þó gamall og gildur japanskur klæðnaður.
Annars fátt títt, íbúðin komin í sölu en ekki búinn að finna neitt úti enn... og ætli eðal-eintak af Hondu '98 verði ekki falt fljótlega líka...