sunnudagur, mars 26, 2006

Fluttur (í bili amk)

www.kvarg.net/steindor
www.kvarg.net/myndir

 

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Búdapest

Skellti inn nokkrum myndum frá Búdapest...

föstudagur, janúar 27, 2006

Birta


Labbaði heim í (smá) birtu í dag, í fyrsta skipti í ár. Heimur betrandi fer, eins og ónefndur orðaði það...

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Enn snjóar...


flickr

C plús plús Eurovision

"I have always wished for my computer to be as easy to use as my telephone; my wish has come true because I can no longer figure out how to use my telephone"
-- Bjarne Stroustrup
 
Talandi um Bjarne Stroustup, þá vantar mig góða bók til að rifja upp C++, og aðra um SOA[P] & XML. Uppástungur vel þegnar...
 
Og talandi um allt annað en Eurovision, lukkukveðjur til Davíðs fyrir gott gengi á laugardaginn! Hljómaði vel, þrátt fyrir slakt netstreymi frá RÚV til Køben...

mánudagur, janúar 23, 2006

Blogg

Jamm, veit af letinni, er bara ekki alveg sáttur við þetta blogg-fyrirkomulag/system sem í boði er. Of mikið vesen, of mörg músarklikk, of mikið html, css og ftp á myndum hist og her. Vil meira, en samt eitthvað þægilegra. Og meira kontrol, helst að hafa þetta allt á mínu eigin svæði, á vél heima eða útí bæ (þó það kosti). Einhver þægileg mynda/blogg-blanda sem mig langar í. Er annars að experimentera með flickr, á kannski eftir að gera meira þar. En annars eru allar uppástungur vel þegnar ;)

mánudagur, desember 12, 2005

Julefrokost

Jólagleði Nokia var á föstudaginn, ríflega 1.200 manna veisla í Øksnehallen. Heljarinnar veislumatur, rís a'la manda, og frír bjór. Ekki amalegt.
Það merkilegast þótti mér samt hversu fjölþjóðlegt þetta allt saman var, djammaði þarna með Ísraela, Marokkóbúa, Frakka, Norðmanni, Mexíkóa, Bandaríkjamanni, helling af Dönum eins og gefur að skilja, og enn einum Íslendingi (og þá er ég einungis að nefna þá sem sátu við mitt borð). Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður getur spjallað við Ísraela um allt frá Hanukkah til Hitlers, talað við Frakka um matarlist (og komist að því að basically eru franskar konur víst handónýtar í eldhúsinu, sem er ástæða þess að þeir borða sífellt á restauröntum), spjallað við Bandaríkjamann um Bush, Marokkóbúa um triceps og biceps (vei), Norðmann um bjór vs. vín og rökrætt við Íslending um karlmenn í bleikum skyrtum sem drekka Bailey's (það var orðið nokkuð áliðið)... og så videre...
Minnir mann á það að Ísland er ekki miðja alheims, og alls ekkert endilega bezt í heimi...

fimmtudagur, desember 01, 2005

Bangó!

Var að koma af jólabingó Nokia, eða bangói eins og sumir vildu kalla það... Skemmst frá því að segja að ég vann akkúrat ekki neitt, ekkert LCD-sjónvarp, hátalara, myndavél, prentara, vínflöskur, borvél, dvd-upptökutæki eða bíómiða...
Er nú enn harðari á því en áður að það borgar sig ekki að eyða tíma (og peningum) í öll þessi spil þar sem líkurnar eru á móti manni. Nema mögulega af hugsjón, til styrktar góðum málefnum.
Fékk þó grjónagraut og bjór, athyglisverð blanda, en ekkert sem ég mæli sérstaklega með...